Eiðisvatn

Hrossarækt

1.12.2008 19:33:03 / eidisvatn

Ræktunin á Eiðisvatni.

27CDB6E-AE6D-11cf-96B8-444553540000">

Eiðisvatn er  í Hvalfjarðarsveit, rétt austan við Akrafjall.  Landið er spilda úr Litla-Lambhaga í hinum fyrrum Skilmannahreppi og er nafnið tekið af vatninu sem landið liggur að.  Aðalræktendur á Eiðisvatni  eru Hólmar Á. Pálsson og Gunnhildur Ágústsdóttir fyrrum bændur á Erpsstöðum  í Dalasýslu. Þau brugðu búi árið 1997 eftir 25 ára búsetu þar og keyptu fljótlega umrædda landspildu í Hvalfjarðarsveit fyrir hrossin.  Hólmar og Gunnhildur búa  í Kópavogi, þar sem gott er að búa segja menn.  Dætur þeirra Bryndís Björk, (sem býr á Hornafirði ) og Ása  (býr nú á aðalþúfunni, Eiðisvatni I) koma einnig að ræktuninni.  Barnabörn Hólmars og Gunnhildar eru einnig mjög áhugasöm um hestamennsu og ræktun, þó sértaklega Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir (f:1993) og Arnór Hugi Sigurðarson ,f:1998,
Ræktunarbúið að Eiðisvatni er ekki stórt í sniðum, og má segja að þar ráði frekar gæði en magn. 


Eiðisvatn í Hvalfjarðarsveit. - Horft til norðurs í átt að Hafnarfjalli /Skarðsheiði

 Alls  telur stóðið um 15 hross,  hryssur, reiðhestar og folöld.  Núverandi ræktun er byggð upp af þremur hryssum sem allar hafa hlotið 1.verðlaun.  En þó má auðvitað finna hross sem eru af öðrum ættum og óskyldum í  okkar litla stóði, og má segja að séu „afgangar“, í jákvæðri merkingu, frá búmannsárunum á  Erpsstöðum

Þó alltaf hafi verið til góð hross á Erpsstöðum fyrrum og mætti nefna nokkra gæðinga því til stuðnings, má segja að stofninn að núverandi ræktun sé tilkomin með kaupum, árið 1988, á  grárri hryssu, Sædísi frá Meðalfelli (IS1981226005) sem er undan Vordísi frá Sandhólaferju og Adam frá Meðalfelli.  Í Sædísi er ansi sérstæð genablanda þar sem hún er í raun óhappafolald. Hún er undan bróður sínum Adam sem fyljaði móður sína veturgamall.   Undan Vordísi frá Sandhólaferju hefur komið ótrúlega sterkur afkvæma hópur,  þ.e af 13 afkvæmum eru 8 í góðum 1.verðlaunum.

Vordís frá Sandhólaferju með afkvæmahópi á Landsmóti


Í afkvæmahópi Sædísar eru þrjú hross sem hafa hlotnast 1.verðlaun. Þetta eru Valdís  (1991 ae: 8,22) og Lind  (1997 ae: 8,06 ) frá Erpsstöðum og Sævar frá Stangarholti (1999 ae: 8,21 ).  Eiðisvatnsræktunin byggir því á þeim systrum og til viðbótar Daladís frá Eiðisvatni (2002 ae: 8,14) sem er undan  Valdísi.  Nánari umfjöllun  um ræktunarhryssurnar okkar  má sjá hér til hliðar. 

 
( Hægt er að fá ræktunarhryssurnar  (Lind, Valdís og Daladís) leigðar.  Skilyrði er að þeim sé haldið undir góða 1.verðl stóðhesta og að þær séu í heimahögum eftir dvöl hjá stóðhesti fram að köstun.  
Hafið samband á eidisvatn@simnet.is.) - 
25.09.09  Vegna mikillar eftirspurnar og þeirrar staðreyndar að hver hryssa getur aðeins kastað einu sinni á ári þá erum við hætt að taka við pöntunum. Búið er að ráðstafa þeim öllum næstu 4 árin, til 2013 en þá erum við líka bjartsýn á að þrjár nýjar ræktunarhryssur hafi bæst í hópinn,   eða þær Valkyrja, Sigurdís og Vigdís.  ;-)

Góðar stundir í heimahögum, Glaður, Lækur, Lind og Halldór Logi,(ágúst 2003 )

Heimsóknir
Í dag:  4  Alls: 102745