Eiðisvatn

Hrossarækt

16.02.2012 11:46:45 / eidisvatn

Ný heimasíða.

Jæja þá er ný heimasíða komin í loftið. Þetta vefssvæði er að fara að loka.>>

Nýju heimasíðuna er hægt að finna á >>

Eiðisvatn- ný heimasíða>>

www.eidisvatn.weebly.com :)


» 36 hafa sagt sína skoðun

22.01.2012 19:28:39 / eidisvatn

Árberg í útigangi, 21. jan´12


Bústjórinn á Eiðisvatni fór um helgina og heimsótti Árberg okkar sem er í hagagöngu Í Súlunesi og tók nokkrar myndir. Árberg er á 3. vetri undan Þresti frá Hvammi og  geðprýðisklettinum og hagaljómanum Lind frá Erpsstöðum.  Eins og myndirnar sýna þá er hér á ferðinni alveg bráðmyndarlegur foli, og þykir þar að auki hreyfingarfallegur. Við erum einnig nokkuð viss um að hann er geðprúður og ljúfur (amk. eins og mamma sín). En nú er bara að bíða fram á haust þegar ætlunin er að senda hann í tamningu. Spennandi :d


» 2 hafa sagt sína skoðun

20.12.2011 21:23:16 / eidisvatn

Eyvindur búinn með forskólann.

Sá grái var sóttur í forskólann á Syðstu-Fossum þann 17. desember eftir 4 vikna veru þar.  Þar sáum við  hann í taumhring inni og svo einnig í smá reiðtúr úti  og í stuttu máli sagt þá stóðust bara allar væntingar :-).  Ræktandinn og eigandinn átti erfitt með að ná brosinu niður marga daga á eftir :lol: .!!!   Þetta er efnisfoli, enginn spurning sagði meistari Björn tamningamaður.
Eyvindur skálmaði fyrir okkur á þessu fína kraftmikla brokki, svo fallega reistur, samvinnuþýður og jákvæður. Töltið er laflaust sem hann tekur fyrirhafnarlaust undan hallanum, en auðvitað er ekkert farið að vinna í því, enda folinn bara á 4. vetri. Svo er hann líka skapgóður og traustur.


Eyvindur með sinn fallega svanaháls og ungan knapa á baki.

Til upprifjunar þá er Eyvindur undan Tígli frá Gýgjarhóli og Lind okkar frá Erpsstöðum. Hann er 3. Tígulsafkvæmið sem er tamið hjá okkur og ekki hægt að segja annað en allt gott um þau afkvæmi öll. En það eru auk Eyvindar, alsystir hans Eyvör og svo Daladís sem er 1.verðlauna hryssa. Þannig að við erum ánægð með Tígul ;)  og svo eru nú mæðurnar þeirra ekki af verri sortinni ... ekki má nú gleyma því.
:haha:

56) Eyvindur búinn með forskólann 17.des´11

» 5 hafa sagt sína skoðun

05.12.2011 19:17:19 / eidisvatn

Sigurberg flottur á folaldasýningu :-)


Við gerðum aldeilis góða ferð í Faxaborg við Borgarnes í gær. Þangað fórum við með hann Sigurberg okkar á folaldasýningu og það var sko engin tilviljun að við  skelltum okkur með hann. Enda ekki um að villast að þarna  er glæsilegur foli á ferðinni.

Við fórum með háleit markmið og náðum því.  Stákurinn barasta vann hestfolaldaflokkinn.  :d :d :d
Alveg svakalega gleðilegt fyrir litla ræktunarmanninn. :-)
Sigurberg settlegur í Faxaborg
En eins og ótrúlegt og það hljómar þá náðust því miður ekki nógu góðar myndir af viðfangsefninu.... já ...skrýtið......., en þar var sko ekki um að kenna myndefninu heldur myndavél og tæknistillingum. 
Hér fyrir neðan og í myndaalbúiminu neðst  eru myndir af honum Sigurberg. Og svona til upprifjunar þá er hann undan 1. verðlauna hryssunni Daladís Tíguls-og Valdísardóttur og Kveikssyninum Heimi frá Votmúla 1Sá langflottasti. Herra Sigurberg.!!
 Daladís og sonur nýkomin heim úr Landeyjunum í sumar.

Sigurberg. Er ekki bara allt í góðu lagi með þetta???
Hann er alveg með´edda!!!   Sigurberg í heimahögum í ágúst 2011

55) Folaldasýning í Faxaborg 4. des ´11- Sigurberg

Og hér eru líka nokkrar myndir af honum.

51) Sigurberg Heimsson og Váladóttir, 16.ág.´11

 Og þetta er hann Heimur frá Votmúla !


» 2 hafa sagt sína skoðun

27.11.2011 19:22:04 / eidisvatn

Tíðindi nóvembermánaðar


Veðráttan í nóvember 2011 hefur heldur betur verið eilítið spes. Eftir óvenjuleg hlýindi, þ.e miðað við árstíma, í nóvember  kom líka herra Vetur konungur ásamt sinni stóru hirð með stæl síðustu vikuna í mánuðinum. Svo virðist sem að hann sé ekkert á förum enda búinn að pakka upp þessu hvíta og raða því hér snyrtilega um allar grundir, haga og fjöll. En við því er svo sum lítið að gera ....  bara skella sér í ullarsokkana.
En vissulega setja svona  þykk hvít jarðarklæði örlítil strik í reikninginn með útigjöf og annað fyrir útiganginn og auðvitað fórum við að gefa út þegar alger jarðbönn eru. Ekki spurning um það.

Paradís, Lind og Daladís
Paradís Asadóttir, Lind og Daladís gæða sér á grænni töðu.

En úr vetrarveðrinu yfir í hrossamennskuna og bara  aldeilis góðar fréttir af þeim vígstöðvum.
Eins segir í síðustu dagbókarfærslu fóru þær 3ja vetra  frænkur og uppeldissystur, Sigurdís og Vigdís, í 6 vikna forskóla til hans Bjössa á Syðstu-Fossum  nú í okt-nóvember.
Skólagangan gekk vel, ekki hægt að segja annað. Þær eru báðar orðnar vel-reiðfærar úti og eru samvinnuþýðar og með góðan vilja. Vigdís virðist þó vera enn viljugri en Sigurdís, en jafnframt viðkvæmari fyrir umhverfinu en er þó ekkert feimin við að þeysast áfram og þessar fyrstu vikur í tamningu gefa til kynna að þarna sé á ferðinni öflug klárhryssa..


Sigurdís og Björn á stökki.
Sigurdís og Bjössi á stökki.

Sigurdís virðist vera traustari týpa, sýnir allan gang og gerir það vel með skýr  gangskil. Því miður slasaðist hún Vigdís síðustu vikuna í skólanum og því gátum við ekki séð hana í reið. En það var ótrúlega ánægjulegt að sjá hryssurnar í meðförum hjá honum Bjössa og ekki annað hægt en að hrósa fyrir vinnuna. :d  Enda enginn smá efniviður til að smíða úr.... við skulum nú ekki gleyma því..... (alveg hlutlaust mat.... 8)  )  Nú eru þær bara aftur komnar út í haga í einhvern tíma og melta í rólegheitunum allan fróðleikinn sem fyrir þær var lagður í haust.

Vigdís uppstillt
Vigdís Daladísar- og Hagangsdóttir uppstillt og sperrt.

Sigurdís uppstillt
Sigurdís Valdísar og Þrastardóttir kann þetta líka

Hann Eyvindur er kominn í forskólann og verður í mánuð.Eyvindur er afar fallegur hestur á 4. vetri...... eða eins og títtnefndur Björn sagði þegar hann sá folann.. " já já.já já...... þetta er bara svona djö..... agalega flott dæmi ""  Og það segir allt sem segja þarf. !!!

Fleiri myndir má sjá hér.: 54) Snjórinn mætir snemma, nóvember 2011

» 5 hafa sagt sína skoðun

08.10.2011 16:43:28 / eidisvatn

Af hryssumálum- vonbrigði og væntingar.


Nú er aftur farið að hægjast um í hestamennskunni á haustmánuðum eins og siður er.
Þó hefur reiðhestakosturinn verið notaður talsvert í útreiðum á ágætum septemberdögum.
Þar stendur væntanlega hæst sérlegur viðhafnarreiðtúr með afkvæmum á afmælisdegi bústjórans á Eiðisvatni.  :d  Þá  var lagt á gæðingana góðu og Arnór, Sigurjón, Hrefna og mamman fóru í þennan flotta útreiðartúr inn í skógræktina í Fannahlið við austanvert Akrafjallið. Þetta gekk glimrandi vel og ekki laust við að afmælissnótin finndi fyrir yfirgengilegu stolti vegna knapanna ungu og hæfileikum þeirra  ;)  ..... svo ekki sé nú minnst á gæðingana. 


 Hrefna á Þyrnirós, Arnór á Ás og Sigurjón á Læk.

Fleiri myndir af reiðtúrnum má sjá hér :   52) Útreiðar með afkvæmum, september 2011


En hvað varðar vonbrigði sumarsins þá eru þau vafalaust sú glataða staðreynd að hryssan Lind var aftur sónuð fyllaus og að þessu sinni eftir veru hjá Þristi. :$  Ekki var að sjá neitt lífeðlisfræðilega óeðlilegt hjá henni samkvæmt dýralækni...... bara fyllaus.  En einhver skilaboð hljóta nú að vera fólgin í þessu hjá henni Lind. Nú veltum við fyrir okkur að hún hafi ekki áhuga á Orrasonum!!!  Búin að prufa  tvo áður og það nægir. Þannig að sennilega leitum við á önnur ættarmið á næsta ári.  En það var samt ánægjulegt að fá hagaljómann Lind heim með gráu hryssuna sina Paradís. Þannig að nú eru það 4 spræk folöld sem hlaupa hér saman í haganum.

Við erum einnig búin að færa til og flokka hrossin á haustbeitina. Ungt og ótamið alls 5 gæðingsefni,  var fært í girðingu hér í nágrenninu og kom hann Gauti vinur okkar úr Hafnarfirðinum og aðstoðaði við flutningana.  Um 3 km leið er að girðingunni og voru öll tryppin, 2ja og 3ja vetra, teymd annað hvort í hendi eða utan á reiðhestum á staðinn. Þetta heppnaðist alveg fullkomlega og ánægjulegt að sjá hversu jákvæð og samvinnuþýð tryppin eru :d


En meira af hryssumálum.... og þá að væntingahlutanum.  Eyvör er komin heim aftur í vetrarfrí fram yfir áramótin eftir smá skólun hjá Bjössa á Syðstu-Fossum. Einnig er Valkyrja komin í frí eftir nokkurra vikna dvöl  hjá Karen Líndal á Leirárgörðum. Þetta eru báðar spennandi hryssur sem algjörlega skammarlaust er að eiga og sitja. :-)
Og að lokum, ef til vill mest spennandi rúsínan í pysluendanum..... en nú eru þær frænkur Sigurdís Valdísar-og Þrastardóttir  og Vigdís Daladísar-og Hágangsdóttir komnar í forskólann hjá Bjössa á Fossum. Þessar 3 ja vetra elskur voru mýldar í haganum, teymdar út úr girðingunni og beint upp á kerru, svo gott sem án þess að hika.  Stefnt er að mánaðartímaskólun núna og svo metið hvert framhaldið verður. Síðan verður hinn fagri Eyvindur Lindar-og Tígulsson 3 ja vetra,  jafnframt  látinn í tamningu  eftir nokkrar vikur.

Það  er ekki laust við að það séu talvert miklar væntingar gerðar til 2008 árgangsins hjá okkur. En við sjáum til og bíðum hvað verður. 8)

Eitt haustverkefni er þó eftir að framkvæma en það er að draga undan reiðhestunum. Það er samt ekki eftir neinu að bíða nema bærilegu veðri og verður örugglega framkvæmt á allra næstu dögum og reiðhestarnir þar með formlega komnir í vetrarfrí.

Árgangur 2011 - Paradís, Sigurberg, Framtíð og Dís
Árgangur 2011 - Paradís, Sigurberg, Dís og Framtíð. Hafdís á bak við.

sjá fleiri haustmyndir af hestunum okkar í myndasafninu.
53) Hross að hausti, 4.okt´11


» 3 hafa sagt sína skoðun

26.08.2011 10:00:29 / eidisvatn

Sigurberg og Framtíð.

Nú um miðjan ágúst kom síðasta folald sumarsins í heiminn og eru þau því orðin 4 á Eiðsvatnstorfunni.  Núna síðast kom í heiminn  rauð-stórstjörnótt hryssa undan Traffík frá Fornhaga og Vála frá Eystra-Súlunesi og hefur sú stutta hlotið nafnið Framtíð. Hún er í eigu Sigurjóns Kristinssonar í Reykjavík  sem jafnframt er eigandi Traffíkur. Þær mæðgur verða hjá okkur áfram eitthvað frameftir vetri.  Framtíð litla er nú frekar í  smærri kantinum miðað við þau folöld sem fæðst hafa hér, en er þeim mun sprækari og sperrtari.  Vonandi er framtíð hennar björt :d

        Svo  er þau, Daladís og Sigurberg, komin heim aftur eftir nokkurra vikna fjarveru í Landeyjunum með Þristi frá Feti. Og til mikillar lukku þá er Dísin góða fylfull.  Folinn  Sigurberg frá Eiðisvatni  (Heimsson frá Votmúla) hefur aldeilis vaxið og dafnað þarna á Suðurlandinu, og er án ýkja alveg bráðmyndarlegur og glæsilegur foli, hálslangur og fótahár.  (reyndar háttar svo skemmtilega til hjá okkur að öll folöldin okkar eru með fallegustu folöldum Íslandsögunnar..... skrýtið....! .. algjörlega magnað...  8)   )Hrossaræktandinn Hólmar Árberg, heldur hér í Tígulsdæturnar Eyvöru og Daladís, og sá jarpi er glæsifolinn Sigurberg Heimssonur.Framtíð undan Traffík Hróðursdóttur og Vála f. Eystra - Súlunesi

En Lind er ekki komin heim ennþá þar sem hún var sónuð fyllaus eftir veru hjá Gígjari frá Auðsholtshjáleigu, í girðingu í nágrenni Svignaskarðs. Mikil vonbrigði. Og maður veltir fyrir sér hvort að stærðarmunurinn á þeim hafi riðið baggamuninn að verkefnið gekk ekki upp. En það munar 12 cm á hvað Lind er stærri.!!  Kannski  bara gat Gígjar ekki notfært sér þúfurnar í girðingunni.!  En nema bara hvað...... þarna voru góð ráð dýr. Undir hvaða hest á merin þá að fara?  Þær mæðgur Lind og dóttirin gráa Paradís Asadóttir,  voru settar upp á kerru með tilþrifum og góðri aðstoð og dvöldu þar í um 15 mínútur. Eftir nokkur símtöl og viðræður við hina ráðagóðu og greiðviknu stjórnarmenn í Hrossvest var ákveðið að taka hryssuna aftur af kerrunni og skella henni til  áðurnefnds Þrists frá Feti sem var svotil nýkominn á staðinn og í sömu girðingu og Gígjar var áður.  Þristur tók Lind af mikilli kurteisi þó svo að hún kæmi nokkrum dögum á eftir öðrum hryssum til hans. Og nú er bara að krossa fingur að allt gangi upp. !! Og koma svo!!!

Svo er hér komin „aftur heim“ um stundarsakir hryssan Eyvör, 5 vetra, en hún hefur verið austur í Hornafirði síðustu 2 árin hjá eiganda sínum. Núna er hún á leið í þjálfunarskóla í Borgarfirði. Eyvör er undan Lind og Tígli frá Gýgjarhóli. Og meira af þjálfunarmálum. Skjótta hryssan  Valkyrja, 5 vetra,  var  1 mánuð í þjálfun hjá nágranna okkar, Kareni Líndal í Eystri- Leirárgörðum í sumar. En því miður var Skjóna litla barin í „klessu“ af  nokkrum kvenkyns samnemendum sínum og kom heim draghölt á tveimur fótum, bitin og bólgin.  (... hmmmm.... reyndar verður það að viðurkennast að Valkyrjan ber nú líka nafn með rentu... og lætur engar smáhryssur vaða yfir sig!!!   ;)   Eftir dýralæknismeðferð og lyfjakúr og 5 vikna hvíld virðist hún vera búin að ná sér.  Alla vega var hún hin hressasta í  prufureiðtúr í vikunni, þéttviljug og kát, orðin vel „formuð“ í höfuðburði og assk ... rösk á brokkinu og settleg á töltinu. Líst vel á hana. Valkyrjan er aftur á leið í skólann til Karenar í vikunni.

Fleiri myndir í myndasafni 51) Sigurberg Heimsson og Váladóttir, 16.ág.´11


» 4 hafa sagt sína skoðun

24.07.2011 16:57:27 / eidisvatn

Á miðju sumri


Stóðhesturinn okkar stórefnilegi, Árberg frá Eiðisvatni 2ja vetra, var heimsóttur í girðinguna sína í Súlunesi í síðustu viku. Þar komu að aðalhluthafarnir og litu gersemina augum, ásamt því að klippa á honum hófa og spjalla aðeins við hann. Hann Árberg okkar er  hinn myndarlegasti foli, það fer ekki fram hjá neinum, stór, vel vöðvaður, lofthár og fríður og ekki skaðar hversu geðgóður hann er. Þrátt fyrir að í hópi með 10 öðrum folum var lítið mál að setja á hann tökumúl  og snyrta hófana.

 

Árberg frá Eiðisvatni - Akrafjall í baksýn.

Árberg er undan Lind okkar  og Þresti frá Hvammi ( sem er undan heiðursverðl hryssunni Löpp frá Hvammi og heiðursverðl. stóðhestinum Þorra frá Þúfu), og ekki er annað að sjá en að það sé full ástæða að vera bjartsýnn fyrir hönd þessa fallega fola, amk. eru hluthafarnir ánægðir sama hvort um lítinn eða stóran hlut er að ræða. :d
     Í síðustu viku var einnig farið með aðalprinsessurnar í reiðtúr, þ.e heimasætuna Hrefnu Rún og hryssuna Þyrnirós. Reiðtúrin gekk eins og í sögu, og bæði prufað fet, tölt og brokk. Heimasætan hæstánægð og það er frábært að eiga svona yndislegt heimilshross eins og hana Þyrnirós :d

Hrefna Rún og Þyrnirós, Ása og Ás.

Við fylgjumst auðvitað með hrossunum "okkar" sem hleypt hafa heimdraganum og eru í annara eigu. Á heimasíðu kunningja okkar  í Fornhaga í Eyjafirði (fornhagi.is)  rákumst við á mynd af sérlega fallegri veturgamalli hryssu...........  sem er engin önnur en hún Berglind frá Eiðisvatni,  :d  undan Lind og Dyn frá Hvammi. Berglind fór norður um miðjan vetur og það er aldeilis að hún er orðin glæsileg.... (var það reyndar alltaf ;)  Myndin er tekin af heimasíðu þeirra.


Berglind frá Eiðisvatni í Eyjafirðinum.- Glæsileg hryssa, aðeins veturgömul

Það sem annars hefur á daga hestamennskunnar á Eiðisvatni drifið síðustu vikur er að hryssurnar Daladís og Lind eru báðar farnar til stóðhesta. Lind fór undir Gígjar frá Auðsholtshjáleigu  upp í Borgarfjörð, og vonum við bara að hún komist í raun "undir" hann .... :haha: þar sem Lind er askk... stór og Gígjar svona frekar smár miðað við hana.  Daladís fór aftur á móti á Suðurlandið, í Landeyjarnar undir Þrist frá Feti. Ferðin í Landeyjarnar var í ævintýralegri kantinum ef þannig má að orðum komast, þar sem að ökumanninum og síðuritara tókst að verða olíulaus í miðjum Hvalfjarðargöngum, með dóttur sinni, og hryssu og folald á kerrunni.!!!!  Án þess að fara nánar úti i það :$,..... þá var að minnsta kosti falleg vornóttin á suðurlandinu þetta kvöld( nótt). 
Valdís fór undir Klett frá Hvammi og hefur verið sónuð með fyli og ætti að kasta um miðjan maí næstkomandi ef allt verður í lagi.
Reiðhestarnir á Eiðisvatni eru búnir að vera í ágætri notkun í sumar. Bústjóri og síðuritari fór með félögum sínum í Sörla í hestaferð í Dalina um 20. júní. Eldjárn, Þyrnirós og Ás voru teknir með í þá ferð, en því miður var eitthvað næringar-og meltingarfræðilegs eðlis að hrjá hann góða Eldjárn minn þannig að hann var sendur heim eftir 1 dag, og Lækur kom sterkur inn sem aðalfjallahesturinn. Alltaf hressandi að ríða almennilegt brokk.  Annars stóðu reiðhestarnir sig allir ljómandi vel og sérstaklega hann Ás sem er sífellt að vaxa sem reiðhestur, og stundum kvikna alvöru gæðingsljós í kolli og kroppnum á honum... og þá er nú gaman.  En frábær og eftirminnilega ferð í Dalina.  Eldjárn fékk svo 3 vikna hvíld, dýralæknaskoðun, ormalyfjagjöf, tannröspun og 2 kippur af LGG+, og er búinn að ná sér.:d:d:d
Einnig var farið í stórútreiðahelgi um síðustu helgi og riðið um Hvalfjarðarsveitina í skemmtilegum félagsskap og gekk sú ferð alveg glimrandi vel í glimmmmrandi veðri. Arnór Hugi, sem er að verða 13 ára er aftur að vakna í hestamennskunni eftir 2 ára dvala, eftir slæm "hestleg áföll", og reið út með móður sinni eins og herforingi. Frábært. 

Stórfrétt:  Það er komið nafn á jarpa folann undan Daladis og Heimi frá Votmúla, og hefur hann hlotið nafnið Sigurberg frá Eiðisvatni. Leggið það strax á minnið !!!!  Nafnið er samsett af nöfnum   Sigga Leifs eiganda Heimis og svo Hólmars Árbergs eiganda Daladísar. Þannig að nú eru þeir tveir stóðhestarnir á Eiðisvatni. Árberg og Sigurberg :d
.
Á dögunum var  grænsápuþvottadagur.. (til að koma í veg fyrir kláða og nudd)..  og tagl og fax hjá tryppunum þvegið og greitt,  ásamt því að klippa hófa.
Fleiri myndir af júlí og júní stússi 2011 má sjá í myndasafni.
50) Þorláksmessa að sumri

» 6 hafa sagt sína skoðun

01.06.2011 01:30:09 / eidisvatn

Daladís kastaði í gær.

Eftir langa langa bið kastaði loksins Daladís í gærnótt um fjögurleytið en hún var gengin tæpar 50 vikur. Í fyrstu geislum morgunsólarinnar kom jarpur hestur í heiminn, en hann er undan Heimi frá Votmúla (brúnn). Mikil gleði hjá eigendunum að Daladísin hafi klárað þetta "verkefni" eftir að hafa verið fyllaus i fyrra.  :d


Daladís og sá jarpi í morgunsárið.

Í fyrstu vakti það undrun að folaldið væri jarpt, og þá var farið að skoða framættirnar og það komið í ljós að jarpi liturinn er kominn frá langafanum Stíganda frá Sauðárkróki föður Tíguls f. Gýjgarhóli og það ljóst að þau feðginin Daladís og Tígull eru arfberar fyrir jörpu.
Og nú er bara næsta verkefni að finna nafn á nýja stóðhestinn og eftir um viku fara þau svo á Suðurlandið og heimsækja Þrist frá Feti.
Myndir á   49) Daladísar og Heimssonur 31.maí´11


» 6 hafa sagt sína skoðun

20.05.2011 16:50:30 / eidisvatn

Og það varð ekki löng biðin...

Hún var ekki lengi að jafna um systur sína  hún Valdís og annað folald vorsins fæddist snemma í morgun. :d
Í gærkvöldi var Valdís farin að sýna mjög einbeittan og heiðarlegan vilja ásamt tilraunum til að stela folaldi Lindar, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið... (sem var reyndar hörð norðaustan átt).  En hún róaðist um miðnættið að því virtist og alveg greinilegt að nú var eitthvað að fara í gang. Í fyrra köstuðu þær systur sama dag, og núna sólarhringur á milli. Gaman að því. En í morgunsárið, í hvössum kaldavindi og 3 gr hita, kastaði drottningin  sínu  13 folaldi á 20 aldursári sínu.


En nema hvað ..... þetta fallega folald hér að ofan er rauðstjörnótt hryssa undan Glym frá Innri Skeljabrekku, og heppnir eigendur eru þau Finnur og Lena fyrrum eigendur Glyms. :d      
Sjá fleiri myndir í myndasafni  48) Glyms-og Valdísardóttir 20.maí 2011


» 4 hafa sagt sína skoðun

19.05.2011 10:50:49 / eidisvatn

Fyrsta folaldið fætt.


Eldsnemma í morgun kom í heiminn jarpstjörnótt hryssa undan Lind  f. Erpsstöðum og Asa frá Lundum. :d :d   
 Það var nú svolítill hrollur í þeirri litlu enda ekki nema um 4 gráðu hiti og eitthvað hafði hún verið að brasa í mýrinni. En hún var nú farin að sýna efnilega tilburði til að hoppa og skoppa um níuleytið. Sigbjörn í Lundum er svo heppinn að eiga þessa efnis hryssu. Mæðgurnar  kl: 06:30 í morgun.

Sjá má nokkrar myndir til viðbótar hér  47) Asa - og Lindardóttir 19. maí 2011


» 3 hafa sagt sína skoðun

16.05.2011 11:51:52 / eidisvatn

Vorið er komið.. þó fyrr hefði verið.

Eftir mikið ólíkindaveðurfar  í mars og apríl, þar sem þaulsetin hvöss og rysjótt vestanáttin var að gera flesta geðveika hér  á okkar svæði, þá bara sveif vorið inn með sælusvip þann 2. maí. Daginn áður var jörð alhvít og á Eiðisvatni mældist snjóþykktin um 20 cm !!  Og þegar þetta er ritað er búið að vera alvörugóðviðristíð í 2 vikur.

Í þessari viku (vika ársins nr. 20) má fara að búast við að folöldin fari að láta sjá sig en þær stöllur Lind, Valdís og Daladís eru allar gengnar  48 vikur þá. Lindin ljúfust hefur nú oftast farið vel yfir tímann og verið nær 50 vikum, þó er heilmikið komið undir hana núna. Valdís er aftur á móti snögg, þ.e það kemur snöggleg undir hana og skömmu síðar hefur hún verið köstuð (lýsir heilmikið karakternum.)  Traffík á svo ekki að kasta fyrr en í ágúst.
Það er alltaf spennandi að sjá hvað kemur en fyrst og fremst vonum við auðvitað að þetta gangi allt vel.

ValdísDaladís er fylfull.
  Mægðurnar Valdís og Daladís, greinilega fylfullar.

Nú er loksins kominn talsverður gangur í útreiðar frá Beitistöðum, loksins :d.  Ás hinn svarti og jarpi og Valkyrja eru öll að koma til eftir heldur dapran útreiðafjölda vetrarins, a.m.k mun minni en gert var ráð fyrir í upphafi. Valkyrja hefur þroskast mikið í vetur og eigandinn er bara orðinn talsvert bjartsýnn fyrir hennar hönd. Verður skemmtilegur reiðhestur, enginn vafi á því.

Þar að auki eru nú nýkomin inn 3 gæðingar til viðbótar því þau Eldjárn, Þyrnirós og Lækur og bara eftir að járna einn af þeim. Sumsé allt að gerast enda ekki vanþörf á ef stefnt er á hestaferð í Dalina eftir rúman mánuð.

Hér fyrir neðan má svo sjá mynd af stóðhestinum okkar, Árberg frá Eiðisvatni. Vorskoðun á gripnum fór fram um daginn og við það tækifæri voru teknar nokkrar myndir sem sjá má í myndasafninu. Þetta er ákaflega geðprúður, fjallmyndarlegur foli með allan gang.
Árberg og Sara til stærðarviðmiðunnar.
          Hinn stórmyndarlegi 2ja vetra Árberg frá Eiðisvatni. (undan Þresti f. Hvammi og Lind)

Fleiri myndir má sjá í myndasafninu af hinn stórtæku hrossaræktarstarfsemi á Eiðisvatni. 8)
46) í maíbyrjun» 4 hafa sagt sína skoðun

30.03.2011 15:01:52 / eidisvatn

Marsfærslan.


Þar sem ekki eru liðnir nema um tveir mánuðir frá síðustu færslu er ekki seinna vænna að greina frá einhverjum tíðindum, þó engin séu þau stór.
Aðallega eru það mægðurnar á Hornafirði, Bryndís og Bjarney, sem halda uppi heiðri fjölskyldunnar hvað varðar útreiðar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Bjarneyju á honum Grímni Hóla-Gusts- og Valdísarsyni sem er að blómstra þessa dagana.


Bjarney á Grímni á Höfn, tekið nú í mars.
Hægt er að sjá meira um hann Grímni ásamt myndum hér til vinstri.

Annars eru nú komin í hús á Beitistöðum Valkyrja og Ás. Enn vantar þó járningu á 2 hófa áður en allt telst fulljárnað. Aðeins er búið að fara nokkrum sinnum á þá skjóttu og gengið bara mjög vel og hún hefur þroskast mikið í vetur.  Og nú er bara að vona að eigandinn hendi skeifum undir þann jarpa svo það sé nú hægt að fara ríðandi milli bæja með sóma.

Berglind (f: 2010) undan Lind og Dyn, er farin til eigenda sinna norður í Eyjafjörð og þykir þeim á Norðurlandinu mikið til stærðar hennar koma, eins og sjá má á heimasíðu þeirra í Fornhaga www.fornhagi.is
http://fornhagi.is/images/BerglindmarD.jpg  http://fornhagi.is/images/berglindB.jpg
Berglind komin í norðlenskan snjó og híbýli.

Hafdís (f: 2010) undan Valdísi og Gaumi, er aftur á móti komin inn á Beitistöðum í nokkrar vikur, svona rétt á meðan það er verið að venja undan.
Eigendur Hafdísar komu og skoðuðu gripinn um síðustu helgi, og það var ekki annað að sjá að þau brostu út undir bæði eyru meðan þau fylgdust með Dísunni hreyfa sig í gerðinu. Efnishryssa.
:d

Fylfullu hryssurnar fjórar, Lind, Valdís, Daladís og Traffík, eru við ágætis heilsu allar saman og nú eru um 8 vikur í að þær eiga að kasta. Það er lengri  bið eftir Traffík sem á að kasta í ágúst. Reyndar eigum við bara folaldið sem Daladísa gengur með, hin verða  öll í eigu annarra.
Svo erum við komin með einn  gest um einhvern tíma, en það er 2ja vetra brúnnösóttur foli sem Gauti vinur okkar í Hafnarfirðinum á. ("pabbi" hundsins Brútusar sem var hjá okkur fyrir ári síðan og ruglaði saman reitum við tíkina Kötlu með stórkostlegum árangri).
Það er búið að vera afar fróðlegt og upplýsandi að fylgjast með hópnum taka á móti aðkomu hrossi. Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera ekki af Eiðisvatnsaðlinum. Ónei..! Það sem hægt er að leggja í einelti og meira að segja folöldin tvö (Hafdís og Berglind) tóku þátt. Fyrstu 2 vikurnar gaf ég folanum sér úti, en á 3. viku var hann farinn að fá að éta úr gjafagrindinni með hinum ef hann var heppinn að lenda á milli einhverra "betur-velviljaðra", sem oftast voru Eyvindur og Sigurdís.  En nú er þetta allt komið í góð mál þó vissulega ( ... og eðlilega ;) ).... sé hann neðstur í virðingarstiganum greyið.
Útiganginum er  svo gefið reglulega lýsi og hágæða fiskimjöl sem okkur áskotnaðist ( NB. munum aldrei gefa upp hvernig við komumst yfir slíkt gull ).  Hrossin eru alveg vitlaus í mjölið. Fiskimjöl í fylfullar hryssur og trippi í uppvexti er allra meina bót skv. Ingimarsfræðunum.
» 2 hafa sagt sína skoðun

25.01.2011 16:27:02 / eidisvatn

Bara blíða.!

Það hefur verið heldur rólegt á hestavígstöðunum undanfarnar vikur. Allt bara með mestu ró og spekt.  Byrjað var að gefa folaldshryssunum  tveimur út í byrjun nóvember og eru þær í afar góðu standi ásamt folöldunum. Síðan hefur smátt og smátt fjölgað í útigjafarhópnum  eftir veðri og hagalegum aðstæðum. Þannig að nú telur dekurhópurinn 8 stykki  af úrvalshryssum ;) og sjá má mynd af þeim hér fyrir neðan.


Hryssuhópurinn í róleghetium.
Lind, Valdís, Berglind, Hafdís, Vigdís, Sigurdís, Védís og Valkyrja.

Það er ekkert sérlega leiðinlegt að greina frá því að hryssuhópurinn hér fyrir ofan, sem samanstendur af hryssum sem eru dætur eða dætradætur  (og ein dótturdótturdóttir) Sædísar frá Meðalfelli,  hefur kynbótamatsmeðaltal uppá 115.!   (NB. Sædís er bæði undan Adam f. Meðalfelli og er systir hans)

Þar fyrir utan vantar 2 hryssur í þennan hóp (Daladís og Þyrnirós) og meðaltalði helst  þegar þeim er bætt inni í. :d

Reiðhestunum er svo gefið út á hverjum degi mátulegan heyskammt og þeir fara svo og gæða sér á haganum jafnframt lika, því að sjálfsögðu mega þeir ekki missa af tuggu.

Breytingar hafa orðið á hestaeign á búinu því nú hafa þær Traffík og Védís fengið nýjan eiganda. Þær verða nú samt hjá okkur  eitthvað frameftir árinu.

Enginn reiðhestur hefur verið tekinn á hús á Beitistöðum enn sem komið er en stefnt er eindregið að því  í marsbyrjun og þá verður sú skjótta tekin fyrst inn, og svo Ás Chesterfield í kjölfarið, og er lengra kemur fram á vorið  er ómissandi að fá Eldjárninn inn.


Það má sjá nokkrar fleiri myndir sem voru teknar  í janúarblíðunni hér:

45) Janúarblíða 15.01. 2011


» 3 hafa sagt sína skoðun

01.11.2010 14:42:36 / eidisvatn

Hestastúss að hausti. 31.10.2010


Um helgina drógum við Sara (sérlegur -hestamennskunemi og aðstoðarmaður í öllu sem hestum viðkemur- )  undan  reiðhestunum. Það voru flottar heimtur af skeifum enda greinilegt að það eru bara snillingar sem járna á þessu bæ :lol:.  Hófar voru svo lagaðir til svo allt verði þetta nú eins og best verður á kosið og auðvitað öllum gefið ormalyf. (nema ekki Söru)

Þyrnirós og Valkyrja voru svo teymdar í   aðra girðingu og "strákarnir"  (Eldjárn, Ás, Valdi og Lækur) skildir einir eftir í heimahaganum  alveg eyðilagðir af hryssuleysi, og eiga að klára að éta sitt gras..Þær fóru  í  grasgóðu girðinguna með tryppunum hér skammt frá. Hrefna Rún sat eins og herforingi og stjórnaði ferðinni  í girðinguna og var eins og alltaf, þegar hún fær að fara á hestbak. alsæl. 
Heimasætan kát með útreiðarnar
Hestastúlkan Hrefna Rún á Þyrnirós

Eins og venjulega þegar  hestar hittast eftir einhvern aðskilnað  var fjör og hlaup þegar þær systur hittu aftur aðra meðlimi hrossahópsins á Eiðisvatni. 
Í tryppagirðinguni eru  nú að bíta  8 hross, þar af fimm dætur Valdísar, ( Þyrnirós, Daladís, Valkyrja, Sigurdís, og Védís) ein dótturdóttur (Vigdís) svo Eyvindur (systursonur Valdísar) og svo hún Traffík sem ekkert er skyld okkar hrossum.
Þau verða þarna nokkrar vikur í viðbót eða þar til við tökum hópinn heim og förum að gefa út.


     Móttökufjör til heiðurs Þyrnirós og Valkyrju.

Sjá má fleiri myndir  á 44) 31.10.2010


» 1 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 ... 5
Heimsóknir
Í dag:  3  Alls: 102447